Leifshús

LEIFSHÚS er nýjasta viðbótin okkar í gistingu. Um er að ræða bújörð (eins og Þórisstaðir) þar sem við höfum breytt fjósi í herbergi. Þrjú herbergi eru með sér inngangi, svölum og eldunaraðstöðu (L1 – L3). Síðan eru tvö fjögurra manna herbergi (L5 og L6) og þrjú tveggja manna herbergi og eru sameiginlegar svalir, setustofa og eldhús fyrir þessi herbergi. Heitur pottur er í kjallara með frábæru útsýni út fjörðinn. Leifshús eru aðeins í 300-400 metra fjarlægð frá aðalbyggingu hótelsins (sjá kort).