Viðburðir
Matsalurinn tekur eitt hundrað manns í sæti en að auki er fundarsalur sem tekur allt að fimmtíu manns í sæti. Utan háannar eru báðir salirnir notaðir jöfnum höndum fyrir fundi og veitingar en í vaxandi mæli eru haldnar hér fermingarveislur, skólaendurfundir, æfingabúðir kóra auk funda, námskeiða og ráðstefna af ýmsu tagi. Í flestum tilfellum önnumst við veitingar en einnig leigjum við salina út án þess að hótelið annist veitingar. Yfirleitt gerum við tilboð í einstaka viðburði en ef allir salir eru leigðir t.d. fyrir fermingarveislur er leigan 80.000 kr. með einni manneskju í eldhúsi.
Auk fyrrnefndra viðburða kemur fyrir að við stöndum sjálf fyrir einstaka uppákomum. Stundum bjóðum við sveitungunum í súpu og bjór og á tónleika og stundum eru óvæntar uppákomur fyrir gesti hótelsins.
Auk mat- og fundarsals eru tvær setustofur, önnur í kjallara og hin í lobbýi sem nýtast vel í hópavinnu og slíku.