Áhugavert í nágrenninu

Hótel Natur er staðsett við austanverðan Eyjafjörð, miðsvæðis á Norðurlandi. Einn fallegasti bær á Íslandi, Akureyri, er aðeins í 10 mínútna akstursfjarlægð. Þar má finna fjölmörg söfn, veitingastaði, sundlaugar, glæsilegan golfvöll, lystigarð, frábært skíðasvæði og margt fleira.

Í næsta nágrenni hótelsins, innan við 20 mínútna akstur, má líka komast á hestbak, í hvalaskoðun, fara í fjallgöngur og stunda köfun eða hjólreiðar. Einnig er hægt að heimsækja Jólagarðinn í Eyjafjarðarsveit, skoða Gamlabæinn í Laufási eða fara að Goðafossi svo nokkuð sé nefnt.

Um klukkutíma akstur er svo út á Siglufjörð, til Húsavíkur og upp í Mývatnssveit og einn og hálfur tími að Dettifossi og í Ásbyrgi.

Það er því margt að upplifa og skoða í dagsferðum frá hótelinu en njóta jafnframt heimilislegra aðstæðna í kyrrð og vinalegu umhverfi hótelsins meðan þar er dvalið. Til að skoða þessa staði nánar er mælt með að fara inn á www.nordurland.is.