Breytingaskeiðið

Þegar ákveðið var að hætta kúabúskap og hefja rekstur sveitahótels vorið 2004 var ráðist í umfangsmiklar breytingar á fjósi, hlöðu og mjaltaaðstöðu. Fyrsti áfangi breytinganna tók rúmt ár en 2.júlí 2005 voru fyrstu tíu herbergin tekin í notkun á neðri hæð aðalbyggingarinnar (101-110) ásamt eldhúsi og matsal. Árið eftir voru tólf herbergi á efri hæð tilbúin (201-212) og síðan bættust þrjú herbergi við (111-113) auk fundarsalar og eldhúss fyrir gesti. Á fimmta ári var vélaskemman endurbyggð og þar eru nú ellefu herbergi (001-011).

Matsalur var síðan stækkaður árið 2011 og rúmar nú sæti fyrir hundrað manns. Þá var kjallari undir matsal tekinn í notkun í áföngum fyrir ýmsa afþregingu á árunum 2012-2015 og á sama tíma var unnið að ýmsum úrbótum utanhúss, gerð útipalla, göngustíga og einnig var bílaplanið fært, til að gestir hefðu betra útsýni út fjörðinn. Loks var gamla votheysturninum breytt í útsýnisturn á árinu 2015 og þar með má segja að endurbyggingu jarðarinnar frá kúm í rúm hafi lokið.