Umhverfisstefna

  • Stefna Hotel Natur er að byggja upp og reka hótelið undir merkjum sjálfbærrar þróunar, í anda Staðardagskrár 21.
  • Eitt veigamesta atriðið í því skyni er að nýta eldri byggingar og fram að þessu hefur ekkert hús verið byggt eftir að ákveðið var að leggja af mjólkurframleiðslu og hefja hótelrekstur. Þið eruð því stödd í fyrrverandi fjósi og hlöðu!
  • Leitast er við að nota náttúruleg efni og efni sem tengjast norðlægum slóðum við endurbygginguna, t.d. eru flestar innréttingar og hurðir úr birki.
  • Iðnaðarmenn eru úr nágrenninu og byggingar- og rekstrarvörur eru keyptar af birgjum á heimaslóð.
  • Utanhúss er reynt að varðveita náttúruna um leið og gestum er gert kleyft að nálgast hana sem mest. Þó allt umhverfi hótelsins sé í dag mótað af manninum, hefur verið lögð áhersla á að græða opin sár og rækta gras og tré í landinu og vinna  þannig gegn rofi sem og að fegra umhverfið.
  • Reynt er að nota vistvænar hreinlætisvörur, þvottaefni og sápur og halda magni í lágmarki.
  • Þess er gætt að sem minnst rýrnun verði á öllum aðföngum og orkunotkun sé sem hagkvæmust.
  • Starfsfólk hótelsins er fyrst og fremst Þórisstaðafjölskyldan og fólk úr nánasta nágrenni.