Veröld sem var

Þegar Stefán og Inga keyptu jörðina 1992 var hér vel rekinn kúabúskapur. Búið var strax stækkað nokkuð og lengst af voru hér um 30 mjólkurkýr og 140.000 lítra framleiðsla á ári. Um árabil var hér líka rekið svokallað opið fjós og húsdýragarður með flestum íslensku húsdýrunum.

Heyskapur var lengst af hefðbundinn þurrkun heys á velli, það hirt laust og blásið inni í hlöðu. Síðustu árin var rúllutæknin einnig notuð talsvert og kornrækt hafin.

Nú hefur öllum búskap verið hætt en nágrannarnir heyja túnin líkt og áður var. Þeir bera búfjáráburð á túnin á haustin og tilbúinn áburð á vorin og milli slátta.

Fyrri ábúendur hófu skógrækt í heiðinni laust fyrir 1990 og er nú stutt í fyrstu grisjun á þeim skógi.

Núverandi eigendur Hanna og Karl keyptu hótelið vorið 2022