Hótel Natur

Einstakt sveitahótel umvafið náttúrufegurð

Rúmgóð herbergi

Hvert herbergi er með sér baði, sjónvarpi og skrifborði

Matsalur og fundaraðstaða

Stór matsalur og rúmgóður fundarsalur.

Veitingar

Hlaðborð og úrval góðra veitinga í boði

Einstök staðsetning

Staðsetningin býður upp á fjölbreyttar dagsferðir í allar áttir

Ýmis afþreying í boði

Billjard, borðtennis og margt fleira

Hótel Natur er fjölskyldurekið sveitahótel á Þórisstöðum í Eyjafirði, miðsvæðis á Norðurlandi. Hótelið byggir á umhverfisvænni samfélagsstefnu sem leggur aðaláherslu á endurnýtingu, orkusparnað, að koma í veg fyrir sóun matvæla og að nýta vinnuafl og aðföng úr heimabyggð.

Við viljum tryggja gestum okkar sem best aðgengi að náttúru svæðisins með góðum göngustígum niður í fjöru og upp í fjall og bjóðum upp á létta afþreyingu úti sem inni.

Verið hjartanlega velkomin og njótið kyrrðar með útsýni til allra átta.